<$BlogRSDUrl$>

15 október 2003

1. Nafn: Ragnhildur Gunnarsdóttir

2. Hvernig fréttir þú af síðunni? Arngunnur sagði mér frá henni

3. Uppáhaldsmatur? Ýsa í öllum myndum; steikt á pönnu, söltuð með hamsatólg og soðnum rófum, reykt með heimatilbúinni kartöflumús, ofnbökuð með karrýsósu og alls kyns grænmeti...

4. Uppáhaldsskyndibiti? McDonald´s held ég bara. Bræðingur er líka voða góður, svona hálfur bátur með aukaosti.

5. Uppáhaldsdrykkur? Malt

6. Uppáhaldsnammi? Nóa kúlur

7. Hvaða mat getur þú alls ekki borðað? Gellur og kinnar og svo finnst mér sushi vera hreinasti viðbjóður og ekki mönnum bjóðandi! Sorrý, ég veit að það er agalega trendí að borða sushi en ég verð þá bara að vera púkaleg með askinn minn einhvers staðar úti í horni á sauðsskinnsskónum.

8. Hvað finnst þér skemmtilegast að elda/baka? Mér finnst gaman að elda allan mat og líka að baka, en ég vil gjarnan segja frá því hvað mér finnst LEIÐINLEGAST að baka (upp á neikvæðnina að gera) og það er gerbakstur. Þvílíkt mess og þvílík alls herjar leiðindi!

9. Eftirminnilegasta matarboð/kökuboð? Það er móst deffenettlí fíni dinnerinn sem mér var boðið í hérna í denn hjá Arngunni og Brynhildi í Rjúpufellinu. Mér hafði verið lofað einhverjum fínum kjúklingarétti (og rándýrum) en eldamennskan varð hálf ævintýraleg því kokkarnir tveir voru ekki alveg í þessum heimi þegar kom að matreiðslunni. Ég skora á ykkur systurnar að bjóða mér og mönnunum úr Reykjanesbæ í mat næst þegar ég verð á landinu og hafa þá umræddan kjúklingarétt-hvað segið þið um aðfangadagskvöld í ár? Gæti það ekki verið huggulegt?

10. Ef þú mættir bjóða þremur landsþekktum Íslendingum í mat hverjum myndir þú bjóða og af hverju? Hvað myndir þú bjóða upp á? Ég veit það ekki, ætli ég myndi ekki fá leyfi til að slást í för með Magga í matarboðinu hans, og fá leyfi til að bjóða einni í viðbót, Selmu Björnsdóttur. Ég gæti þá gert sushi til að hafa í forrétt, og hráefnið yrði gellur og kinnar, ósoðnar að sjálfsögðu, og þeim myndi ég rúlla upp með bökuðum baunum úr dós sem fyllingu ásamt þara. Er það ekki rosalega trendí­ og smart, alveg ekta fyrir Selmu Björns? ;)

08 október 2003

Jæja, nú vona ég að þetta takist hjá mér. Ég ætla í gamni að skella inn einni danskri uppskrift. Verði ykkur að góðu :)

Fríkadellur með furuhnetum (fyrir 2 í kvöldmat og nesti daginn eftir í skólann)

400 gr magurt svínahakk (10-12% feitt)
1 1/4 tsk. salt
ca. 100 gr furuhnetur
1 egg
1 dl mjólk
2 msk. hveiti
2 msk. sojasósa
1 msk. engifer (ferskt, rifið)
1 tsk. rifinn lime- eða sítrónubörkur
pipar
olía til steikingar

Hrærið kjötið með salti. Hakkið furuhneturnar frekar fínt. Hrærið öllum hráefnunum saman við kjötið. Látið blönduna bíða í ísskáp í klukkutíma. Hrærið aftur í kjötfarsinu og búið svo til litlar bollur og steikið bollurnar í olíu. Takið bollurnar af pönnunni og hellið olíunni af pönnunni.

Meðlæti:

Sjóðið hrísgrjón og kælið, skerið niður papriku í teninga og hrærið saman við ásamt gúrkuteningum og maís úr dós. Hellið smá olíu saman við og limesafa og kryddið með salti og pipar.
Svo stendur í uppskriftinni, að ef maður vilji sterkan mat, þá megi bæta út í hrísgrjónablönduna smá "sambal oelek"... ekki spurja mig hvað það er!


This page is powered by Blogger. Isn't yours?